31.03.1937
Neðri deild: 28. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í B-deild Alþingistíðinda. (122)

16. mál, skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

*Sigurður Kristjánsson:

Það hefði náttúrlega á vissan hátt átt betur við, að ég hefði kvatt mér hljóðs meðan hæstv. 1. forseti var viðstaddur, en annars er hæstv. 2. forseta kunnugt um það mál, sem ég vildi minnast á og var 5. dagskrármál í gær, frv. til l. um breyt. á l. um skuldaskilasjóð vélbátaeigenda, og var þá í annað sinn frestað. Nú sé ég, að þetta mál er ekki á dagskrá í dag, en þessu máli liggur talsvert mikið á, og hefir verið beðið fyrir það mjög eindregið af stjórn sjóðsins, að því yrði flýtt. Nú vil ég spyrja hæstv. forseta, hvort hann sjái sér ekki fært að bæta málinu á dagskrá í dag, því að ég óttast, ef svo færi, að þing stæði ekki mjög lengi, að svo gæti farið, að málið yrði ekki útrætt, ef því er ekki flýtt svo sem kostur er.