20.04.1937
Efri deild: 48. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (1222)

163. mál, kosningar til Alþingis

*Pétur Magnússon:

Hv. 1. þm. Skagf. benti mér á það í gær, að ef þessi brtt., sem ég flutti hér við frv. í gær, yrði samþ., þá mundi það leiða til þess, að það þyrfti jafnan að stytta frestina, sem um ræðir í 19. gr. Ég hefi ekki haft tíma til að athuga þetta síðan og vil því ekki eiga á hættu, að til þess þurfi að koma, og sé ég mér þess vegna ekki fært annað en að taka brtt. aftur. Ef þetta er ekki rétt, þá býst ég við, að hægt verði að breyta þessu í hv. Nd., vinnist tími til að athuga það þar, og þar sem enginn ágreiningur er um málið, mætti senda það hingað til d. aftur og samþ. hér við eina umr. síðar í dag.