16.03.1937
Sameinað þing: 7. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

Sætaskipun í sameinuðu þingi

Einar Árnason:

Það er út af þingsköpum, að ég tek hér til máls. Ég vildi snúa mér til hæstv. forseta og spyrja hann um það, hverja skipun hann hyggi rétt að hafa um sæti hér í salnum á fundum Sþ. Það hafa komið til mín nokkrir Ed.-menn og borið sig upp undan því, að þeir hafi verið á hraki með sæti á undanförnum fundum sameinaðs Alþ. Það hefir verið svo á undanförnum þingum, að Ed.-menn hafa talið sig eiga sætin í innri skeifunni, þar sem sætin eru ekki tölusett, vegna þess að tölusettu sætin í ytri hringnum ættu Nd.-menn. Það ber við, að vissir Nd.-menn taki þessi sæti Ed.-manna og telji sér föst sæti. Ég vildi því mega fara fram á það við hæstv. forseta, að hann skipi svo til um sæti hér á fundum Sþ.,Ed.-menn mættu óhindraðir ganga að sætunum í innri skeifunni hér í salnum.