20.04.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í B-deild Alþingistíðinda. (1258)

Þingrof

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Það eru tvær spurningar, sem hv. þm. G.-K. óskar eftir, að verði svarað.

Um fyrri spurninguna er það að segja, að það er ekki breyt. á þeim ágreiningi milli stjórnarflokkanna, sem komið hefir fram hér á Alþingi áður, og það er einmitt ástæðan til þess, eins og síðar mun verða rakið, að til þingrofs kann að koma, og það er jafnframt viðvíkjandi síðari spurningunni að segja, að það hafa komið fram yfirlýsingar hér á Alþ. einmitt af hálfu Alþfl., og það síðast í dag, að þeir treysti sér ekki til, eins og málum er nú komið á Alþ., að styðja ríkisstj., svo að það þarf ekki að endurtaka þær yfirlýsingar, sem um það hafa verið gerðar.