25.02.1937
Neðri deild: 9. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í C-deild Alþingistíðinda. (1507)

28. mál, viðgerðir á skipum

*Ólafur Thors:

Ég hefi litlu að svara hinni hógværu ræðu hv. 3. landsk. Hann kvaðst ekki vilja íþyngja sjávarútveginum, en bera járniðnaðarmenn og skipasmiðastöðvar fyrir brjósti. Ég get að sumu leyti aðhyllzt þetta sjónarmið hans, en tel ekki tímabært, að þetta mál nái nú fram að ganga, eins og á stendur fyrir útveginum. Annars get ég beðið með þær aths., sem ég annars gæti enn gert við frv., þangað til það kemur úr nefnd.