03.03.1937
Neðri deild: 13. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í C-deild Alþingistíðinda. (1545)

39. mál, atvinnubótavinna og kennsla ungra manna

*Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég þarf litlu við að bæta það sem ég sagði áðan. Ég vil aðeins undirstrika þá staðreynd, að það var ekkert gert í þessu máli í bæjarstj. Reykjav. til neinna framkvæmda, fyrr en bréfið kom frá atvmrh., en það átti rót sína að rekja til afskipta Alþýðusambandsins á sínum tíma. Annars skiptir þetta litlu máli. Ég gat þess í minni fyrri ræðu, að ég gerði mér vonir um, að við framkomu þessa frv. hefðu orðið hvataskipti hjá sumum hv. þm. til þess máls, af því að mér er það kunnugt, að frv. hv. 9. landsk. á tveimur undanförnum þingum fór einmitt til menntmn., og í þeirri n. átti sæti borgarstjórinn í Reykjavík, hv. 5. þm. Reykv. og hann lagði gegn málinu í n., ásamt hv. 2. þm. Árn., ef ég man rétt, og þar sem form. bæjarstjórnarinnar í Reykjavík hefir lagt gegn löggjöf um málið á undanförnum þingum, þá er ástæða til að ætla, að um hvataskipti sé að ræða, ef allur Sjálfstfl. fylgir þessu máli, og það er að sjálfsögðu ástæða til að fagna þessum sinnaskiptum borgarstjórans.