10.04.1937
Neðri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í C-deild Alþingistíðinda. (1604)

63. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

*Garðar Þorsteinsson:

Út af síðustu orðum hv. 6. landsk. vil ég benda á það, að það var fullkomlega á valdi stjórnarflokkanna að afgreiða frv. eins og það kom frá mþn. Það sýnir bara, að þessir menn hafa engan áhuga á að leysa þetta mál, því vitanlega gat mþn. ráðið, hverja afgreiðslu málið fékk. Það þýðir ekki fyrir sósíalista að láta málið rísa upp á næsta þingi og segjast vilja leysa það, þegar þeir eru búnir að neyta atkvæðisréttar síns til þess að gera frv. að engu.