31.03.1937
Efri deild: 29. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í C-deild Alþingistíðinda. (1685)

83. mál, ríkisborgararéttur

*Jón Baldvinsson:

Ég sé, að þetta frv. er flutt af allshn. Nd., en það stendur ekki í því, að það sé flutt eftir beiðni ríkisstj., eins og mér hefir skilizt, að hefði orðið að samkomulagi hér á þingi fyrir nokkru, að ætti að vera. Má vera, að svo sé, þótt þess sé ekki getið í grg., en ég vildi óska eftir, ef málið fer til n., að hún athugi gaumgæfilega, hvort þessir menn, sem hér um ræðir, fullnægi þeim skilyrðum, sem sett eru fyrir því, að menn fái ríkisborgararétt. Annars álít ég að þessi mál ættu aldrei að koma fyrir þingið, fyrr en þau hafa gengið í gegn um hreinsunareld í stjórnarráðinu, eins og mér skilst, að samkomulag sé um.