15.02.1937
Efri deild: 1. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (17)

Setning fundar í efri deild

Að loknum fundi í sameinuðu þingi var fyrsti fundur efri deildar settur. Deildina skipuðu þessir þingmenn, og voru þeir allir á fundi, nema þm. Seyðf. og 1. þm. Reykv., sem boðað höfðu veikindaforföll:

1. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf.

2. Einar Árnason, 2. þm. Eyf.

3. Guðrún Lárusdóttir, 5. landsk. þm.

4. Haraldur Guðmundsson, þm. Seyðf.

5. Hermann Jónasson, þm. Str.

6. Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M.

7. Jón Auðunn Jónsson, þm. N.-Ísf.

8. Jón Baldvinsson, 4. landsk. þm.

9. Jónas Jónsson, þm. S.-Þ.

10. Magnús Guðmundsson, 1. þm. Skagf.

11. Magnús Jónsson, 1. þm. Reykv.

12. Páll Hermannsson, 1. þm. N.-M.

13. Pétur Magnússon, 2. þm. Rang.

14. Sigurjón Á. Ólafsson, 4. þm. Reykv.

15. Þorsteinn Briem, 10. landsk. þm.

16. Þorsteinn Þorsteinsson, þm. Dal.

Forsætisráðherra kvaddi elzta þingmann deildarinnar, Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M., til þess að gangast fyrir kosningu forseta deildarinnar. Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og nefndi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Jón Auðun Jónsson, þm. N.-Ísf., og Pál Hermannsson, 1. þm. N.-M.