10.04.1937
Efri deild: 36. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í C-deild Alþingistíðinda. (1701)

83. mál, ríkisborgararéttur

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Út af hinu ópantaða vottorði vildi ég segja það, að þessi hv. þm. gat um það, að þótt þessi útlendi maður hafi verið forfallaður eða verið í sumarfríi, þá hafi ekki orðið nein truflun á rekstri sjálfvirku stöðvarinnar. Það er náttúrlega erfitt fyrir mig að deila við einhverja sérfræðinga, sem leggja fram vottorð í þessum efnum, en þetta sem ég hefi sagt, mun vera rétt og satt.

Ég vil geta þess, að ég hefi ekkert orð um rökst. dagskrána sagt, en ég held, að þrátt fyrir allt gætum við verið sammála um, að það sé ekki nema gott, að þetta mál fái rækilega athugun í ráðuneytinu, því að ég geri ráð fyrir, að þessir menn geti beðið eftir því að fá réttinn, þangað til næsta Alþingi kemur saman. Ég mun því greiða rökst. dagskránni atkv.