02.04.1937
Efri deild: 30. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í B-deild Alþingistíðinda. (176)

13. mál, Kreppulánasjóður

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Það er rétt lesið hjá hv. 1. þm. Skagf. úr grg., en honum er kunnugt um, að „allt að“ er teygjanlegt orð, og hann veit, hvernig ástæðurnar eru. Það var haft fyrir augum, að upphæðin, sem var talað um, væri sem svipuðust því, sem var í l., sem síðasta þing setti. Hinsvegar var ekki gert ráð fyrir, að 1½ millj. kr. yrði til ráðstöfunar í kreppubréfum. Það getur hann séð á grg. frá því í fyrra. Aðalatriðið er auðvitað það, og það hygg ég, að allir verði að viðurkenna, að þörfin fyrir þessar lánveitingar er miklu brýnni í kaupstöðum en sveitum, og á það er sjálfsagt að líta.