09.04.1937
Neðri deild: 34. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í C-deild Alþingistíðinda. (1868)

99. mál, Seðlabanki Íslands

*Jónas Guðmundsson:

Ég er að vísu ekki flm. þessa frv., en þar sem hann hefir ekki getað verið hérna í dag, vil ég hlaupa í skarð hans.

Það er óþarfi að hafa nokkra framsögu í þessu máli, því að fyrir fáum dögum var rætt hér um frv. um Landsbankann, og undir þeim umr. gerði flm. grein fyrir innihaldi þess og þeim rökum sem hníga að því, að stofna sérstakan seðlabanka. Vænti ég þess, að við þessa umr. verði ekki mikið um þetta mál rætt, heldur verði því vísað til n. og hún látin gera sínar athugasemdir, og síðan verði það tekið rækilega fyrir við 2. umr.