16.04.1937
Neðri deild: 40. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í C-deild Alþingistíðinda. (1962)

109. mál, viðreisn sjávarútvegsins

*Ásgeir Ásgeirsson:

Hv. þm. er vel kunnugt um það, að ég er kosinn á þing sem utanflokksmaður fyrir þetta kjörtímabil. Og ég hefi tekið þær ákvarðanir, að ég væri utan flokka þetta kjörtímabil á enda. Ef ég verð í kjöri næst þegar kosið verður til Alþingis, þá býst ég við, að ég bjóði mig fram fyrir hönd einhvers flokks. Ég hefi verið stuðningsmaður núv. stjórnarflokka, því ég tel þá menn, sem að þeim flokkum standa, hafa mest gagn unnið af þeim mönnum, sem voru kosnir í byrjun þess kjörtímabils.