08.04.1937
Neðri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í C-deild Alþingistíðinda. (1978)

111. mál, alþýðutryggingar

*Gísli Sveinsson:

Það er að vísu svo, að bæði ég og aðrir, sem hafa með þessi lög að gera, hefðu búizt við því, að frv., sem yrði lagt fram til nokkurra bóta, yrði lagt fram af stofnuninni sjálfri. Raunin er sú, að það er flutt af þeim mönnum, sem mest hafa barizt fyrir því, að koma þessum tryggingum í lög á Alþingi.

Þetta frv., sem hér er fram komið, sem ekki er um að sakast, ber það með sér, að hlutaðeigendur hafa séð, að það þýddi ekki að leggja fram nokkra breyt., sem frsm. telur, að sé til bóta. — Ég neita því alls ekki, að þessar breyt. eru til nokkurra bóta. En mikið af þessum breyt. eru aðeins smábreyt. á orðalagi, sem gerir l. auðveldari í framkvæmdinni, en aftur á móti tel ég umbæturnar ekki miklar. Flm. er það vel ljóst, að eftir anda þeirra, sem hafa btt að framfylgja þessum lögum, áttu breyt. að sníðast.

Mér hefði fundizt, að Alþfl. hefði átt að bera fram víðtækari og hagkvæmari breyt. en með þessu er gert, og vitna ég þar í ræðu hv. 1. landsk., sem virtist vera á sömu skoðun og við, sem fluttum aths. við frv. frá byrjun. Þær mikilvægu breyt., sem 3 landsk. talaði um að gerðar væru með þessu frv., eru alveg hliðstæðar því, sem ráðið er bót á á þskj. 105, sem ég og fleiri þm. bárum hér fram á öndverðu þingi. Það getur verið, að n. hafi verið að bíða og biðla eftir fleiri till., en eftir öllum líkum að dæma verður erfitt að framkvæma eða samþ. breyt. í þessu í þetta sinn. Sjúkrastjórnin hefir ennþá ekki komið með neina till. um þetta, og ég álít út frá því, að málinu sé stefnt í voða með því að framkvæma þetta frv. nú eins og það liggur fyrir.

Hv. 3. landsk. talaði um það sama og stóð í okkar frv., og það þykir mér einkennilegt, að tryggingastjórnin lagði fram brtt. á þessu, en þá kom í ljós, að það var miklu veigaminni breyting. Þm. vita vel um þá óánægju, sem hefir ríkt hjá hlutaðeigendum, síðan lögin komu til framkvæmda.

Þá vantar ákvæði um það í 4. gr., að bót sé ráðin á aðstöðu foreldra, sem missa sína fyrirvinnu og eru að nokkru leyti framfærslumenn. Þótt það sé ekki gert að öllu leyti, og það má ekki vanta slík ákvæði í frv. Þskj. 105 gerir ráð fyrir 3000 kr. í sonarbætur, en í þessu frv. hv. 1. landsk. er aðeins gert ráð fyrir 1500 kr. Við viljum leggja til, að þessi styrkur verði hækkaður a. m. k. upp í 2500 kr.; það vantar alveg í frv. Og það væri mögulegt, að þær bætur féllu í þennan styrk á þessu ári; um það var einnig talað í okkar frv.

Það má segja um þetta frv., að það er lélegur frágangur á því. T. d. er eitt atriði, sem ég sakna og þarna er ekki tekið tillit til. Það er, að ráðnir yrðu tryggingastjórar víða um landið, sem gætu gert mikið til að bæta slysatryggingar sjómanna. Álít ég, að gott væri að hafa lausatryggingu fyrir menn, sem eru til sjós lítinn tíma úr árinu. Hið opinbera gæti greitt helming tillagsins, en hlutaðeigandi hinn helminginn. Mér finnst sjálfsagt að taka þetta ákvæði með, og ég býst við því, að úr því verði bætt í nefndinni. — Í frv. eru engin ákvæði eða tillögur um það, að gjöldin geti fyrr eða síðar lækkað, sem tryggingin leggur á herðar almennings. Á till. um örorku- og ellitryggingar sest ekki, að þörf hafi verið á slíku, og það má segja, að það sé hinn mesti ásteytingarsteinn hjá fólkinu, þegar það er gert gjaldskylt á svo áberandi hátt. Þetta getur ekki gengið. Ég fullyrði, að það ætti ekkert að standa í veginum fyrir því, að fyrr eða síðar gætu gjöldin lækkað að miklum mun.

Það er kunnugt, að það er ekki nærri komið að því, að borga út elli- eða örorkubætur, og það kemur ekki til mála fyrr en eftir tugi ára. Hér er um að ræða allt fólk yfirleitt, sem er umkringt og gert gjaldskylt með raunverulegum nefskatti. Það hefði verið betra að taka allan þennan bálk til rækilegrar athugunar og reyna að bæta úr því, sem mesta óánægju hefir vakið. Í okkar frv. var gjaldskyldan bundin við visst aldurstakmark, til þess að hægt væri fyrir almenning að losna út úr þessu, og þá líka eiga von á því, að geta fengið einhvern styrk úr þessum víðtæka og í rauninni mikla sjóði, ef öll kurl koma til grafar að lokum.

Í þessu sambandi má geta þess, að það er ekki einungis ætlazt til, að þessi mikli sjóður eigi að myndast af gjöldum, heldur var tekinn stærsti lífeyrissjóður, sem til var í landinu, og sá eini reglulegi lífeyrissjóður, sem stofnaður hefir verið með l., sem sé lífeyrissjóður embættismanna og barnakennara. Ákvæði alþýðutryggingarlaganna er beinlínis þannig, að taka þennan sjóð og slengja honum saman við þennan allsherjarlífeyrissjóð Íslands. Það er lagt til, eins og hv. þm., sem hlustað hafa á mál mitt, munu hafa heyrt, í þessum till. okkar.

þessi ákvæði alþýðutryggingarl. falli alveg burt, því að það sé óleyfilegt og óforsvaranlegt að taka stóran sjóð ríkra stétta og slengja honum með nýrri löggjöf saman við óskyld mál, og fólk, sem ekkert hefir fyrir sjóðinn gert. Lífeyrisjóður embættismanna og kennara er til orðinn fyrir iðgjöld um mörg ár og frá öllum embættis og starfsmönnum hins opinbera, og þau gjöld hafa verið að allra dómi allt of há. En það hefir verið liðið, að þessi löggjöf ætti sér stað, vegna þess að stéttin taldi sig eiga þessa fúlgu í nútíð og framtíð, og hún myndi koma að notum bæði öldnum or óbornum úr þessari stétt.

Tryggingarlögin nema nú þetta allt burtu, ekki einungis ákvæðin, heldur alla þessa hugsun, sem liggur bak við. Ef þessum lífeyrissjóði er slengt saman við þennan almenna sjóð, þá er hugsunin algerlega farin af hálfu þeirrar stéttar, sem þarna stóð að, og enginn áhugi lengur fyrir því, að greiða slík gjöld, eins og verið hafði. Þá má segja, að allir embættis- og starfsmenn hins opinbera hafi um langt árabil greitt langsamlega of mikið í þennan sjóð og fái í rauninni ekkert í staðinn nema vonina að lokum í þessum almenna sjóði, þótt þeir, sem nú lifa og eiga í sjóðnum, haldi sínum rétt.

Ég veit ekki betur en sá ráðh., sem hefir farið með þessi mál undanfarið og enn fer með þau, og sá ráðh. er samflokksmaður hv. flm., hafi látið það í ljós, þegar aths. voru gerðar við þetta ákvæði, að það væri sanngjarnt að taka ekki með lífeyrissjóð embættismanna. enda mundi það verða leiðrétt, því að það væri misgáningur, að þetta hefði verið gert, og mér skildist þetta vera loforð af hans hendi, að það mundi ekki verða svo framvegis. Við þetta var látið sitja, og þm. sá í d., sem gerði þessa aths., sætti sig við þetta og trúði þessu. Nú bólar ekkert á þessu. Nei, þvert á móti. Í till. okkar er það gert að beinni till., að sú grein, sem fjallar um niðurlagningu þessa sjóðs. verði felld úr l., 62. gr. Ég varð ekki var við, að hv. flm. gerði tilraun til að skýra, hvers vegna ekki er farið inn á þetta atriði, eða hvers vegna skellt er skolleyrum við þessu. Það er sjálfsögð sanngirni, sem mælir með því, að leiðrétta þetta.

Það væri ástæða til að fara mjög nákvæmlega út í þetta frv. og sýna lið fyrir lið, hvernig það er vaxið, og hversu lítill vöxtur er þar gagngerðra og góðra breytinga, sem ástæða var til að vonast eftir, og hversu lítil umskipti verða á þessu ástandi, þótt þetta frv. verði samþ. En við þessa umr. geri ég það ekki að umtalsefni, en held mig við nokkur höfuðatriði, og tel þó ekki ástæðu til að fjölyrða um þau. Ég hafði gefið nokkuð greinilega skýringu á þessu máli, er ég talaði fyrir flutningi frv. á þskj. 25, og sé ekki þörf á að endurtaka það. En ég vil þó geta þess, að annað frv. er nú komið hér til d., sem ekki hefir verið tekið fyrir, en á víst eftir að koma til umr., en það er frv. á þskj. 192, sem flutt er af hv. þm. N.-Þ. og hv. þm. Barð., þar sem komið er inn á efni, sem öll þessi frv., sem hér hafa verið lögð fyrir d., taka nokkuð til meðferðar, sem sé um meðferð á ellitryggingarsjóðum hreppanna. En það er það einkennilega við þessar breyt., sem koma frá stjórnarflokkunum, að ekki er farið að þeirra óskum nema að nokkru leyti. Það er gert ráð fyrir og lagt til, að leiðrétt verði það atriði, sem eftir sjálfum tryggingarlögunum var mjög hæpið í framkvæmd, að tryggingarstofnunin sjálf ætlar ekki aðeins að hremma ellitryggingarsjóðina, heldur líka að hafa full ráð yfir vöxtum sjóðanna, til þess að láta þá reiknast með í því lögskipaða tillagi, sem tryggingarstofnunin ætlar að leggja fram móti hinu fyrirskipaða hreppatillagi. Það er gerð tilraun til þess að bæta úr þessu í frv. stjórnarflokkanna með því, að vextirnir af sjóðunum eigi að úthlutast sér í lagi, enda er ekki hægt að mæla á móti því, að hreppsnefndirnar eigi að hafa aðalráðin þar. En það er einmitt talað um það í þessum frv., sem ég nú ræði um, að þetta eigi að vera alveg utan við hin tillögin, — það eigi að vísu ekki að reiknast með, ekki allskostar, og eftir frv. á þskj. 192 að reiknast sem hluti af tillagi tryggingarstofnunarinnar. En það má ekki heldur, eins og lagt hefir verið til og hrepparnir hafa heimtað, vera á fullu valdi hreppanna, og þá reiknast sem tillög úr hreppunum, því að það gefur að skilja, að það er hið eina rétta. Því meira sem kemur af vöxtum til úthlutunar, því minna er hið fyrirskipaða tillag hreppanna. Þeir hafa átt ellitryggingarsjóðina, og ef þeir eru teknir af þeim, þá er það ranglega gert. Þeim hefir verið gert þetta að skyldu og það er skylda, sem ekki hefir áður þekkzt í löggjöfinni, og er ofanálag á allt annað, sem á hreppunum hvílir. Ég býst við, að tryggingarstofnunin og þeir, sem að henni standa, hafi ætlazt til, að hreppunum væri skylt að leggja fram úr hreppasjóðunum til þessarar greiðslu og nú til svokallaðra ellilauna, en l. eru í rauninni þannig, að það er ekki skylda, ef hreppsnefndirnar telja, að þörfin sé ekki fyrir hendi. En samt sem áður er það ekki gott, að þurfa að skorast undan því, vegna þess að ef hrepparnir leggja ekkert fram, þá kemur ekkert á móti. Það kemur því ekkert inn í hreppana, ef ekkert er lagt fram heima fyrir. Þessi nýja skylda á hreppasjóðina er í sjálfu sér óbærileg, og það er þess vegna sjálfsagt, að vextir ellitryggingarsjóðanna, sem úthlutað er í hverjum hreppi og hrepparnir eiga, komi sem tillög úr hreppunum. Á þessu er ekki ráðin bót nema í frv. því, sem við sjálfstæðismenn höfum borið fram og áður hefir verið lýst, en alls ekki fullnægjandi í frv., sem komið er frá Framsfl., og engan veginn og allra sízt í frv. því, sem hér liggur fyrir og flutt er af hv. 1. landsk.

Ég hefi þá með fáum orðum getið um þan helztu atriði, sem máli skipta. Ég mun að sjálfsögðu fylgja þessu frv. og greiða því atkv. frá þessari umr. og til n. Ég vona, að n. sjái sér fært að taka allt málið mjög skjótlega til rækilegrar íhugunar og miklu gagngerðari breytinga en frv. á þskj. 156, sem hv. 1. landsk. flytur af hálfu tryggingarstofnunarinnar. Ég tel ekki, að það sé í höfuðatriðum nein slík bót á málinu, sem þjóðin viðurkennir að verði að gera nú þegar, þar sem alþýðutryggingarl. var dembt á hana, algerlega að henni forspurðri, og það er fyrst nú, að hún setur látið til sín heyra, svo að segja úr öllum hreppum landsins, og er skylt að taka fullt tillit til þeirra ráða.

Ég fer ekki út í neina kafla tryggingarlaganna, sem gerð er tilraun til þess að færa í lag í þessu frv. Það er með sömu rökum og frv. okkar sjálfstæðismanna fór ekki út í það, þótt þess væri full þörf. Eins og kunnugt er, þá bárum við það fram, fulltrúar úr héruðum landsins utan kaupstaða, til þess að ráða bót á þeim veigamestu atriðum í löggjöfinni, sem snerta allt landið, en ekki sérstaklega kaupstaðina í þeirri tryggingargrein, sem fjallar um sjúkratryggingarnar. Það hefi ég ætlað kaupstöðunum og fulltrúum þeirra að taka rækilega til athugunar og að sjálfsögðu til breytinga og ég er ekki í vafa um, þótt skammt sé gengið í frv. hv. 1. landsk., að takazt mætti í allshn. að ráða á því frekari bót. Það skal sannast, að það verður engin ánægja í kaupstöðunum heldur, ef breyt. verða ekki veigameiri og meira í réttlætisáttina en hér er gert ráð fyrir. Ég er viss um, að óánægjan um landið allt heldur áfram, þótt eitthvað líkt verði lögleitt og frv. það, sem er á þskj. 156 fer fram á. Óánægjan er svo mikil, að það þarf fyrr eða síðar að taka dýpra í árinni.

Ég skal að lokum lýsa yfir því, að ég mun ekki fara inn á það veigamesta atriði, sem kom nokkuð til tals við fyrstu atrennu þessa máls. En það var viðvíkjandi því, hversu tímabært það hafi verið, og hversu mikil ágóðavon það hafi verið, að demba á bákni eins og þessari löggjöf. Ég skal láta það liggja milli hluta, en bæði af mér og öðrum var talsvert vikið að því, þegar l. voru í smiðum í alþ., en það er alltaf mjög þess vert í stórum málum, að taka með í reikninginn, hvort tímabært er að demba þeim á eða ekki. Svo er líka þess að geta, að um tryggingarlöggjöfina annarsstaðar ríkir ekki einber ánægja, og á henni eru alstaðar svo gífurleg misferli í framkvæmdinni, að það er mjög þess vert, að reyna að taka það til eftirbreytni hér, og hefði reyndar verið skylt að gera það, áður en nokkur löggjöf var sett.