08.04.1937
Neðri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í C-deild Alþingistíðinda. (1987)

121. mál, hegningarlög

*Flm. (Bergur Jónsson):

Hér er um að ræða smávægilegar breyt. á hegningarlögunum, aðallega á 81. gr. þeirra.

Aðallega er þetta frv. gert til að samræma l. við hegningarlög annara menningarlanda. Í samræmi við það hefir 81. gr. verið orðuð um, og er hún svo að segja eins og 103. gr. dönsku laganna. Ég get ekki farið að ræða þetta nánar; þetta eru sem sagt smávægilegar og sjálfsagðar breyt., sem ég vona, að allir geti verið sammála um. Ég vil mælast til, að frv. verði vísað til allshn. að lokinni þessari umr.