08.04.1937
Neðri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í C-deild Alþingistíðinda. (1988)

121. mál, hegningarlög

*Gunnar Thoroddsen:

Ég skal ekki hafa mörg orð um þetta frv. á þessu stigi. Flm. hefir skýrt þær breyt., sem frv. fer fram á og ég er að efni til samþykkur fyrir mitt leyti. Hitt verð ég að játa, að er að sumu leyti óviðkunnanlegt, að hafa þessar breyt. endilega svo að segja orðréttar þýðingar á dönsku 1.; mér finnst það bera vott um andlega fátækt. — Ég mun bera fram nokkrar breyt. til viðbótar við 2. umr., sem ég tel aðkallandi. Ég vil þess vegna heina þeirri ósk til hv. allshn., að hún afgr. málið, áður en þing verður rofið, svo að það geti a. m. k. komið til 2. umr., áður en til þess kemur.

Að endingu vil ég svo aðeins segja, að mér finnst það í ósamræmi við það, sem hv. flm. hefir áður sagt og gert, að hann skuli nú koma með þessar smávægilegu breyt. Hann og hv. 1. landsk., sem báðir eiga sæti í n., sem skipuð var til að endurskoða réttarfarslöggjöfina, hafa alltaf haldið því fram, að ekki mætti taka neitt út úr af þeim breyt. til endurbóta, er þyrfti á þessari löggjöf; þær ættu allar að koma samtímis. Í samræmi við þessa skoðun var hér í hv. d. fellt frv. um opinberan ákæranda, og það fært fram sem ástæða, að heildarendurskoðun á réttarfarslöggjöfinni stæði yfir.