08.04.1937
Neðri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í C-deild Alþingistíðinda. (1989)

121. mál, hegningarlög

*Flm. (Bergur Jónsson):

Ég sé ekki ástæðu til að fara að deila neitt um þetta mál. Ég get sagt 11. landsk., að það er ekki í neinu ósamræmi við mína skoðun á heildarendurskoðun réttarfarslöggjafarinnar, að ég ber fram þetta frv. Þetta eru allt atriði, sem er alveg hagt að breyta án minnstu röskunar á heildarsvip hegningarlaganna, og ég held, að þessar breyt. hljóti allar að vera til bóta. Ég hefi ekkert á móti því, að hv. þm. komi með aðrar breyt. á l., en ef honum finnst nauðsynlegt, að málið gangi fram, áður en þing verður rofið, þá er óheppilegt að gera stórt mál úr þessu.