08.03.1937
Efri deild: 16. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

20. mál, fjárforráð ómyndugra

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég skal ekki deila um það, hvort þessari lagabreytingu hefir legið svo mikið á, að hún hefði ekki mátt bíða til þings. En landsbankinn lagði sérstaka áherzlu á það, að þessu ákvæði væri breytt sem fyrst, þar sem hann taldi það óviðunandi eftir að því hafði verið slegið föstu með hæstaréttardómi. Og þar sem aðalbanki landsins telur sig ekki geta unað við slíkt ákvæði, var ekki nema eðlilegt, að stj. færi eftir beiðni bankans um að breyta því.

Annars vil ég ekki lengja umr. með deilum um þetta mál.