07.04.1937
Efri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í C-deild Alþingistíðinda. (2053)

44. mál, drykkjumannahæli

Guðrún Lárusdóttir:

Ég hefi heyrt svar hv. form. nefndarinnar og get að sumu leyti tekið ástæður hans til greina. Þó get ég bent á það sem dæmi, að skólinn á Laugalandi var afgreiddur hér án þess að fyrir lægi nokkur fjárveiting í fjárlögum. Ég tel því rétt, að n. láti uppi álit sitt, og geri þá þessar aths. um leið. Þá liggur og fyrir nefndinni annað merkilegt mál, stofnun heimilis fyrir vangæf börn. Ég vil ennfremur mælast til þess, að n. láti ekki undir höfuð leggjast að skila áliti um það.