19.03.1937
Efri deild: 22. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í C-deild Alþingistíðinda. (2089)

69. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég skal ekki ræða frv. mikið við þessa umr. Ég vil aðeins mæla með þeirri till. hv. flm., að málið gangi til allshn.

Ég heyrði það á hv. flm., að hann gerði ráð fyrir, að borið yrði fram í hv. Nd. frv. um fleiri tekjustofna til sveitar- og bæjarfélaga heldur en hér er gert ráð fyrir. Ég vildi því mega beina því til n., sem fær þetta mál til meðferðar, að hún, um leið og hún athugar þetta frv., taki til athugunar þau frv. um svipuð efni, sem kynnu að koma fram í Nd. á þeim tíma, sem n. tekur þetta frv. hér til athugunar. Það mundi flýta fyrir afgreiðslu málanna, ef þau væru athuguð öll í sameiningu.