09.04.1937
Efri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í C-deild Alþingistíðinda. (2115)

71. mál, búfjársjúkdómar

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Það er rétt, sem hv. þm. Dal. benti á, að það eru ýms atriði, sem álitið er að fara mætti betur. Í n. var talað um þessi atriði, en við nánari athugun kom það í ljós, að þau mundu kannske ekki verða öðruvísi betri. Hv. þm. Dal. er það frjálst að koma með einhverjar brtt. við 3. umr. málsins, og það væri ánægjulegt, ef hann kæmi með till. sem væri takandi til greina. — Um það, sem hann talaði um hreppstjórana, vildi ég upplýsa, að það starf, sem þeim er ætlað, er ekki erfitt starf, því að dýralæknarnir eru aðalstarfsmenn þessa máls. Hreppstjórum er ætlað að safna skýrslum á hreppsfundum og öðrum samkomum. En um ferðir dýralækna er það að segja, að þeim er ætlað að koma í hvern hrepp og taka þar skýrslur, sem hjá hreppstjórunum eiga að liggja.

Ég geri mér von um, að hv. dm. fylgi frv. til 3. umr., og þá má gera þær breyt., sem nokkru máli skipta.