09.04.1937
Efri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í C-deild Alþingistíðinda. (2116)

71. mál, búfjársjúkdómar

*Þorsteinn Þorsteinsson:

Hv. 1. þm. N.-M. sagði, að hér væri ætlazt til, að þessi störf hreppstjóranna yrðu létt. Er rétt af Alþingi að ákveða störf hreppstjóra og segja, að þau séu létt? Nei, það, verður aðeins til þess, að þeir vinna sér þetta verk léttara, og með því hlýtur árangurinn af þeim störfum að verða minni og það er alveg óvíst, að hinn tilætlaði árangur náist með þessu, þegar hreppstjórarnir heyra það frá hærri stöðum, að þetta verk eigi að vera létt. Það er því miklu betra að borga eitthvað fyrir það og ganga þá ríkt eftir því, að það sé vel af hendi leyst.