09.04.1937
Efri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í C-deild Alþingistíðinda. (2117)

71. mál, búfjársjúkdómar

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Ég geri ráð fyrir, að hreppstjórar yfirleitt hafi ekki neina tilhneigingu til að trassa verk þau, er þeim eru falin, og það er hugsanlegt, að það sé ekki rétt að borga þeim, þótt þeir sofnuðu skýrslum í sínum eigin hreppi, og mér finnst það skylt, að þeir geri það endurgjaldslaust. Mér finnst hv. þm. Dal. ekki vera eins hörundssár og hann hefir verið áður, þegar till. hefir komið fram um að hlynna eitthvað að hreppstjórunum, sem skemmst er að minnast, þótt það starf væri miklu meira en það, sem hér er um að ræða. Annars skal ég segja það sem mína skoðun, að ég er ekkert sérstaklega á móti því, sem hv. þm. Dal. fer hér fram.