09.04.1937
Efri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 780 í C-deild Alþingistíðinda. (2118)

71. mál, búfjársjúkdómar

*Jón Baldvinsson:

Hv. frsm. hefir skýrt frá því, að ég hafi verið forfallaður, þegar n. tók þetta mál til meðferðar.

Þetta frv. ber með sér, að það er um almenna búfjársjúka, en ekki um hina einstöku veiki, sem komið hefir upp í Borgarfirði og hefir verið nefnd Deildartunguveikin, en um þá sérstöku veiki má ætla, að sérstakt frv. verði flutt, áður en lýkur. — Af því að þm. þessarar hv. d. voru svo spakir í gær við framlag til viðreisnar sjávarútveginum, þá fyndist mér þeir ekki hafa mikla ástæðu til að fara að leggja fé fram til þessara manna, sem hér er um að ræða. Ég kynni betur við það, ef hv. frsm. vildi gefa upplýsingar um það, hvort hér er um að ræða krónur í þúsunda eða milljónatali. Hér er um takmarkalausa heimild að ræða, og því ekki gott að segja, hvað það verður mikið. Dýralæknum eru ætlaðar 500 kr. hverjum í ferðakostnað, en hreppstjórar fá ekkert, nema ef hv. þm. Dal. ákveður einhvern bita handa þeim við 3. umr. Ég vildi aðeins láta hv. frsm. vita um þetta.