20.03.1937
Efri deild: 24. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í C-deild Alþingistíðinda. (2148)

77. mál, sauðfjárbaðanir

*Flm. (Páll Hermannsson):

Á þingi 1935 voru sett lög um heimild til að fyrirskipa útrýmingarböðun um land allt. Þá voru að vísu skiptar skoðanir um það, hvort þetta væri heppilegasta leiðin til útrýmingar fjárkláðanum. En þessi heimild hefir eigi verið notuð, enda hefir heilsufar fjárins verið þannig síðan víða um land, að slíkt hefir ekki þótt fært. Þetta frv. gengur í þá átt, er sumir hneigðust fremur í 1935, að fram skuli fara góðar þrifabaðanir. Margir ætluðu þá og ætla enn, að þær muni duga, ef þær eru vel framkvæmdar. Hinsvegar kemur frv. alls ekki í veg fyrir, að fram geti farið útrýmingarböðun, þegar fært þykir. En ég álít, að hina leiðina verði að fara, eins og stendur. Annars er frv. ljóst og skýrt með grg. Legg ég til, að því verði að lokinni umr. vísað til landbn.