10.04.1937
Efri deild: 36. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 834 í C-deild Alþingistíðinda. (2197)

96. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Bernharð Stefánsson:

Ég ætla ekki að svara ræðu hv. 4. þm. Reykv., en mér þykir ástæða til að láta þetta mál ekki fara svo frá þessari umr., að ég viti hann ekki fyrir að blanda fjarstöddum mönnum á alveg óviðeigandi hátt inn í þessar umr., og ég mótmæli algerlega því, sem hann sagði um mínar hvatir um að bera þetta frv. fram. Ég hygg, að þessi hv. þm. sé ekki hjartnanna og nýrnanna rannsakari. Ég tel þetta sama fyrir mig, þó að þessi ummæli hafi fallið, þau eru honum til minnkunar og engum öðrum.