12.04.1937
Efri deild: 37. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í C-deild Alþingistíðinda. (2220)

97. mál, verðlag á almennum nauðsynjavörum

*Magnús Jónsson:

Hv. sessunautur minn, sem á sæti í allshn., hefir skrifað undir nál. með fyrirvara, og ég get verið honum sammála um það; ég mun skrifa undir frv. með fyrirvara, og það stórum fyrirvara.

Það er vitanlegt, að þau getur verið ástæðu til að hafa eftirlit með verði á ákveðnum vörutegundum. En mér er það ljóst, að lög eins og þessi eru ekki nema að 1/10 og, en 9/10 framkvæmdin. Það er vegna þess, að ég hlýt að hafa þennan fyrirvara, að slík lög sem þessi eru svo rúm, að inn í þau má koma bæði skynsamlegum og líka ákaflega óskynsamlegum ákvæðum.

Það stendur í 1. gr., að heimilt sé að ákveða hámarksverð á vissum vörutegundum. Það er ekkert tiltekið, hvaða vörutegundir þetta séu; það er að vísu í grg. talað sérstaklega um ýmsar stórvörur, svo sem kol, olíu og salt, en svo er líka gefið undir fótinn með ýmsar aðrar vörutegundir. Það á ekki saman nema að nafninu til, hvort um er að ræða að setja hámarksverð á ýmsar einfaldar vörutegundir eða hvort á að ganga lengra í þessum efnum. Það er rétt, sem frsm. n. sagði, að þessi l. eru afleiðing af innflutningshöftunum. Þau eru gott dæmi um það, hvernig ein syndin býður annari heim, eða í þessu tilfelli, hvernig ein neyðarráðstöfunin verður til þess, að gera verður aðra til þess að bjarga sér. hér er þetta þannig, að innflutningshöftin leiða af sér verðhækkun, verðhækkunin leiðir af sér það, að skipa verður n. til þess að setja hámarksverð á vörurnar, og sú n. getur leitt af sér, að setja verður upp seðlaúthlutun, því að ef of lítið flytzt inn af vörum og verðið er ekki látið vera frjálst, þá er engin meining í því, að þeir menn, sem bezta hafa aðstöðuna til að ná í vörurnar, hrifsi þær allar, en hinir verði látnir sitja á hakanum; nei, þá kemur þriðja neyðarráaðstöfunin, seðlaúthlutun, og þá höfum við allt apaspilið gangandi í allri þessari skemmtilegu skipulagningu. Hinsvegar, ef farið væri varlega í þetta og ákveðið verð á vissum ákveðnum vörutegundum sem í sjálfu sér flyt nokkurnveginn nóg inn af, eins og t. d. olíu, kolum og salti, sem alltaf verður að flytja inn svona nokkurnveginn eftir þörfum landsmanna, þá er ekkert hægt að hafa á móti því.

Ég vil að lokum benda á það, að í 3. gr. muni vera prentvilla; þar stendur: „Skal verzlunarmálaráðherra, þegar lög þessi koma til framkvæmda, gefa út auglýsingu um þær vörutegundir eða vöruflokka, sem hún ætlast til, að verðagsákvæði verði sett um“. Ég geri ráð fyrir, að þarna sé átt við, að ráðh. gefi út auglýsinguna og því eigi að standa „sem hann ætlast til“, en ekki „sem hún ætlast til“, og sé þetta því aðeins prentvilla.

Ég mun geta fylgt þessu máli til næstu umr. og mun þá athuga, hvort ég treysti mér til að bera fram brtt. í þá átt, sem ég hefi talað um. Eins og frv. er nú, þá er það ákaflega rúmt og segir lítið til um, hvaða afleiðingar þessi l. kunna að hafa í för með sér.