12.04.1937
Efri deild: 37. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í C-deild Alþingistíðinda. (2223)

97. mál, verðlag á almennum nauðsynjavörum

*Magnús Jónsson:

Ummæli hæstv. ráðh., að svo miklu leyti, sem þau komu inn á framkvæmd þessara laga, voru ekki sérlega traustvekjandi. Eftir þeim ummælum skildist mér vera hægt að grípa nokkuð víða inn í. Hann nefndi verð á ávöxtum, sem hefðu verið óhæfilega dýrir ber fyrir jólin í vetur. Ég skal nú ekkert um það segja. Það lek grunur á því, að verðið á þessum hlutum hefði verið óhæfilega hátt; hinsvegar þá er þetta nú ekki nein nauðsynleg vara, svo að það má nú kannske segja, að það skipti nú litlu máli með þetta. En ég held, að ef ætti að fara að setja hámarksverð á slíkar vörur þá mundi verða gripið nokkuð víða inn í. Ég skal ekki fara út í einstök atriði í ræðu hæstv. ráðh.; það yrði allt of langt mál. Ég get ekki séð, hvers vegna ekki er hægt að telja upp þær vörutegundir, sem heimilað er að leggja hámarksverð á. Viðvíkjandi því, sem hæstv. ráðh. var að tala um, að rannsakað hefði verið verðlag á ýmsum vörutegundum, þá vildi ég gjarnan spyrja hann um það, hvað sú rannsókn hefði leitt í ljós um verðlag á olíu; hvort hún hefði leitt í ljós, að verðlagið á olíu væri of hátt, og hvað hún hefði yfirleitt leitt í ljós um olíuverðið.