14.04.1937
Neðri deild: 38. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 3 í D-deild Alþingistíðinda. (2273)

119. mál, byggingar- og landnámssjóður

*Pétur Ottesen:

Ég vil leyfa mér að spyrja hv. meiri hl. landbn., og þá sérstaklega hv. þm. Mýr., sem jafnframt er bankastjóri Búnaðarbankans, hvort ríkisstj. hafi neitað um nauðsynlegar lnntökur til handa byggingar- og landnámssjóði, svo þeirra hluta vegna hafi ekki verið hægt að fullnægja nauðsynlegum lánbeiðnum. Sé því svo, að stjórn Búnaðarbankans hafi talið nauðsynlegt að fá meira lánsfé til þess að lána út til bygginga en hún hefir haft yfir að ráða, en ekki fengið það fyrir mótspyrnu ríkisstj., þá er ekki nema eðlilegt, að bankastjórinn neyti aðstöðu sinnar hér á Alþingi til þess að knýja stj. með valdi meiri hluta Alþingis til þess að auka lántökurnar fyrir sjóðinn. Ég spyr þessa af því, að ég fæ ekki skilið afstöðu hv. þm. Mýr., nema eitthvað slíki hafi legið fyrir. Þess vegna er þessi till. frá hv. þm. Mýr., forstjóra byggingar- og landnámssjóðs, í raun og veru ekki annað en yfirlýsing um það, að sjóðurinn fái ekki það starfsfé hjá ríkisstj., sem hann þarfnast, og þess vegna er forstjórinn nú að leita á náðir meiri hl. alþingis um fylgi gagnvart ríkisstj. Frá þessu sjónarmiði er því hér um hreina og beina vantraustsyfirlýsingu til stj. að ræða frá hv. þm. Mýr. Það er yfirlýsing um það, að ríkisstj. fáist ekki til að láta byggingar- og landnámssjóð fá það fé, sem sjóðnum ber, öðruvísi en að hún sé knúin til þess af Alþingi. Hitt gæti verið, að einhverjum af forstjórum byggingar- og landnámssjóðs, öðrum en hv. þm. Mýr., virtist ef til vill ekki hægt að samrýma starfsemi byggingar- og landnámssjóðs við afkomu sveitabænda með lánveitingunum einum saman, þ. e. a. s. með svo háum vöxtum, en í þáltill. er ekki bent á neina leið til að veita bændum ódýrara lánsfé en nú er í sjóðnum.

Nú höfum við hv. 7. landsk. og hv. þm. A.-Húnv. bent á aðra leið í þessu máli. Það orkar kannske tvímælis um vissa hlið á okkar till., en það orkar ekki tvímælis, að eftir okkar till. fengju bændur ódýara lánsfé. Þess vegna leggjum við til, að sú leið verði reynd, og ef ekki reynast bægðir á því, þá er það virst, að bændum verður léttbærara en nú er að ráða bót á sínum húsbyggingavandræðum. Eins og þessi þáltill. hv. þm. Mýr. og meðflm. hans liggur fyrir, er ekki hægt að lesa annað út úr henni en það, að ríkisstj. hafi sýnt mótþróa í málinu. Þess vegna er hv. þm. Mýr. og meiri hl. landbn. með þessari till. að reyna að treysta aðstöðu sína í baráttunni gagnvart ríkisstj.