14.04.1937
Neðri deild: 38. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í D-deild Alþingistíðinda. (2275)

119. mál, byggingar- og landnámssjóður

*Pétur Ottesen:

Hv. þm. Mýr. ætti að vera svo þingvanur, að hann sjái það, að honum gengur illa að komast frá þeirri skýringu, sem hann gaf á þáltill. Það horfir mismunandi við með þingsályktunartillögur. Hér er málið þannig vaxið, að ríkisstj. hefir heimild til að taki lán handa byggingar- og landnámssjóði að vissri upphæð. Þessi upphæð er ekki nærri fullnotuð. Í þessu máli eru tveir aðiljar, ríkisstj. og stjórn Búnaðarbankans, og það verður að gera ráð fyrir fullkomnu samstarfi milli þeirra. Stjórn Búnaðarbankans segir til um fjárþörf sjóðsins, en ríkisstj. leggi til féð, eftir því sem hún hefir heimild til. Þetta á að geta gengið hægt og hljóðalaust, en nú er ekki annað hægt að sjá en að árekstur hafi orðið milli þessara aðilja, að ríkisstj. sé búin að loka fyrir fjárframlög til sjóðsins, þó heimildin sé ekki tæmd. Hv. þm. Mýr. álítur, að sjóðurinn þurfi meira fé, og þess vegna ætlar þessi hv. þm. og aðrir að ýta þessari tregðu ríkisstj. til hliðar, með því að fá samþ. þessa þáltill. Það er þess vegna alveg rétt, sem ég sagði, að með þessari þáltill. ætla flm. að knýja ríkisstj. til að gera það, sem stjórn Búnaðarbankans hefir ekki getað fengið hana til að gera. Þáltill. er þess vegna brynja, sem hv. þm Mýr. o. fl. ætla að nota í baráttunni við ríkisstj