14.04.1937
Neðri deild: 38. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í D-deild Alþingistíðinda. (2288)

120. mál, hlutafélög

1) GÞ:

Ég vildi aðeins gera grein fyrir því í sambandi við þetta mál, að ég legg ekki á móti því, að það verði samþ., en tel hinsvegar, að mörg önnur löggjöf, sem snertir félagarétt og þær ábyrgðir, sem eru í sambandi við rekstur ýmsra félaga, hvort heldur eru hlutafélög eða samvinnufélög með takmarkaðri og ótakmarkaðri ábyrgð, þurfi endurskoðunar við. Ég tel nauðsynlegt, að þetta sé athugað um leið, en tel hinsvegar, að hæstv. ríkisstj. eigi að beita sér fyrir slíkri löggjöf án þess að sett sé sérstök þál. um það, og greiði því ekki atkv.