19.02.1937
Neðri deild: 5. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (230)

3. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Frv. þetta stendur í sambandi við frv., sem var hér til umr. í fyrradag, um breyt. á tollalögum. Þær breyt., sem frv. felur í sér, eru afleiðingar af breyt., sem ætlazt er til, að gerðar verði á ákvæðum tolllaganna, en þær eru prentaðar hér sem fskj. með frv., og er það bráðabirgðalög, sem gefin voru út á síðastliðnu ári. Þessi bráðabirgðalög voru sett sakir þess, að í sérstakri reglugerð var breytt heitum á nokkrum tollvörutegundum, svo að það gat orkað tvímælis, hvort það hefði ekki áhrif á flokkun þeirra.

Ég vil svo leyfa mér að óska þess, að frv. verði vísað til fjhn. að lokinni þessari umr.