15.04.1937
Sameinað þing: 10. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í D-deild Alþingistíðinda. (2323)

46. mál, meðferð utanríkismála o. fl.

Ólafur Thors:

Það er aðeins örstutt aths. — Ég kann betur við, að það sé skráð í Alþtíð., vegna þess að tvisvar við þessar umr. hefir gefizt tilefni til þess, að það getur varla farið hjá því, að allir hv. þm., og þar með hæstv. atvmrh., viti það, að allt frá því er Sjálfstfl. var stofnaður, þá var það önnur aðalyfirlýsingin í hinni tvíþættu stefnuskrá flokksins, að Íslendingar hagnýttu til fulls uppsagnarákvæði sambandslagasamningsins og tækju öll gæði landsins til afnota fyrir landsins eigin börn, svo fljótt sem unnt væri eftir ákvæðum sambandslagasamningsins.