15.04.1937
Sameinað þing: 10. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í D-deild Alþingistíðinda. (2324)

46. mál, meðferð utanríkismála o. fl.

*Héðinn Valdimarsson:

Hv. þm. G.-K. og öðrum er ákaflega vel kunnugt um það, eins og ég gat um í minni fyrri ræðu, að Alþfl. gaf sína eigin yfirlýsingu, þegar þetta mál lá síðast fyrir hæstv. Alþ., ekki aðeins um utanríkismál, heldur einnig um öll þau önnur mál, sem tengdu Ísland við Danmörku, svo að um slíkt gat ekki neinn vafi verið, þó að þáltill. á þskj. 46 hefði verið samþ. Eins og hún fyrst kom fram af hálfu Alþfl. og Framsfl. var átt við öll mál. og þetta vissi hv. þm. G.-K. vel og allur Sjálfstfl. En fyrst náðst hefir samkomulag um þessa brtt., þá er það gott.

En þrátt fyrir þá stefnu, sem hv. þm. G.-K. talaði um sem stefnu Sjálfstfl., þá hefir engin yfirlýsing fengizt frá þeim fl. enn um það, hvernig sá fl. lítur á konungssamband Íslands við Danmörku.