16.04.1937
Neðri deild: 40. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í D-deild Alþingistíðinda. (2352)

127. mál, verkefni fyrir unga menn

*Sigurður Einarsson:

Snemma á þessu þingi bar ég fram frv. um ráðstafanir vegna atvinnulausra ungra manna, og þáltill. hafa síðar komið fram um þessi sömu mál. Ég er flm.þáltill. um þetta mál, og greip ég ekki til þess úrræðis fyrr en mér þótti sýnt, að frv. þau tvö, sem fyrir liggja um ráðstafanir vegna atvinnulausra ungra manna, myndu hvorugt ná fram að ganga 3 þessu þingi. Fyrir frv. því, sem ég var flm. að, bles ekki byrlega, því að menntmn. klofnaði um það, og á hina sömu lund fór um frv. hv. 11. landsk. Og enn klofnaði n. að því er snerti mitt frv., þannig að hv. 2. þm. Árn. tók þá afstöðu að flytja þá þáltill., sem hér liggur fyrir.

Það, sem mér þykir einkum ábótavant um þá lausn málsins, sem hér liggur fyrir í þessari þáltill., og ennfremur brtt. hv. 11. landsk., er, að samkv. slíkri þáltill. Nd. Alþingis er ekki hægt að veita stj. neina heimild til þess að verja fé eða gera þær ráðstafanir, sem nokkru þarf til að kosta til úrlausnar þessu máli þangað til löggjöf verður sett um það.

Í þeirri þáltill., sem ég flyt — ég vona, að hv. dm. afsaki, þó að ég tali um mína till. um leið og ég geri grein fyrir afstöðu minni til þessarar, — er að vísu gert ráð fyrir, að unnið verði að öllum þeim verkefnum, sem þáltill. hv. 2. þm. Árn. og brtt. hv. 11. landsk. gera ráð fyrir. En það er frá mínu sjónarmiði og okkar alþýðuflokksmanna of lítið, vegna þess, að málefnið sjálft — atvinnuleysi ungra manna — þolir enga bið. Ég geri ráð fyrir, að það, sem fyrir hv. 2. þm. Árn. vakir, sé engan veginn það, að hann vilji persónulega vera meinsmaður þess, að eitthvað sé gert til þess að greiða götu atvinnulausra unglinga. Ég geri ráð fyrir, að hans afstaða markist af því, að þetta sé það, sem hann álítur fært að gera á þessu stigi málsins. En það, sem ég hefi einkum við þetta að athuga. er, að verði látið við þessa þáltill. sitja, sem hér liggur fyrir, er ekki gert ráð fyrir því, að haldið verði uppi neinum vinnunámskeiðum fyrir atvinnulausa unglinga með líku sniði og verið hefir, þó að gera megi ráð fyrir því, að núv. stj., svo lengi sem hún kann að vera við völd, haldi í horfinu með það. En þetta atriði skiptir miklu máli. Í minni till. er gert ráð fyrir, að ríkisstj. sjái um vinnumiðlun handa unglingum og láti fram fara skráningu á atvinnulausum unglingum. Ennfremur er stj. veitt heimild til þess að styrkja gagnlega starfsemi meðal atvinnnlausra unglinga, sem haldið er uppi af bæjar- og sveitarfélögum. Ennfremur er ríkisstj. heimilað að gera eitthvað til þess að hjálpa kennurum og lagnum og duglegum verkstjórum til þess að starfa að atvinnunámskeiðum og búa sig undir að geta orðið stjórnendur og leiðbeinendur við framkvæmdir, sem óhjákvæmilega verður að gera í þessu máli. Loks er gert ráð fyrir, að fyrir næsta þing skuli undirbúin löggjöf um þetta efni. M. ö. o., atvinnuleysisskráningin og löggjöfin um þetta efni eru aðalatriðin.

Í sjálfu sér get ég ekki verið meinsmaður þess, að þessi till. verði samþ. En ég vildi mega vanta þess, að till. mín, sem flutt er í Sþ., verði samþ., því að hún gerir ráð fyrir því, að stj. heimilist að greiða allt að 15 þús. kr. úr ríkissjóði í þessum tilgangi, auk atvinnubótafjár eins og varið hefir verið til vegavinnu austur við Þingvallavatn handa atvinnulausum æskumönnum úr Reykjavík. Ég vona því, að þáltill. mín verði afgr. frá Sþ. Þarf það engan árekstur að skapa við þessa till., en er sú minnsta lausn á þessu máli, sem við alþýðuflokksmenn getum unað við. Sjálfsagt er því að samþ. mína till.; hún er það minnsta spor af mörgum, sem stiga þarf í þessu máli. En meinsmaður þeirrar till., er hér liggur fyrir, get ég þó ekki verið.