17.04.1937
Sameinað þing: 11. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í D-deild Alþingistíðinda. (2372)

45. mál, sjávarágangur í Vestmannaeyjum

*Frsm. (Pétur Ottesen):

N. hefir fallizt á, eftir þeim gögnum, sem fyrir lágu bæði í grg. fyrir þessari þáltill. og einnig í bréfi um þetta efni, sem n. hafði borizt frá atvmrh., að þær ástæður væru fyrir hendi í Vestmannaeyjum, að nauðsynlegt væri, að rannsókn á þessum skemmdum færi fram, og að því væri unnið sem fyrst að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi skemmdir á Eiðinu, sem ver höfnina á þann veginn, sem það liggur að henni.

N. hefir lagt til að breyta dálítið orðalagi till., með tilliti til þess, að rækileg rannsókn og athugun fari fram n þessum skemmdum, svo og á því, hvað tiltækilegast væri að gera til þess að koma í veg fyrir þessar skemmdir áður en ráðizt er í þessar endurbætur. — Hinsvegar felur till. það í sér, að nauðsynlegt sé, eftir því sem rannsóknir leiði í ljós, að undið verði að því að fyrirbyggja frekari skemmdir á þessum stað, svo mikið sem er í húfi fyrir Vestmannaeyjakaupstað, að hægt verði að fyrirbyggja frekari landbrot þarna — N. mælir því eindregið með því, að þessi þáltill. verði samþ. með þeirri breyt., sem hún leggur til, að gerð verði á tillgr.