19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í D-deild Alþingistíðinda. (2400)

152. mál, raforkuveita til Hafnarfjarðar og aðrar raforkuveitur

*Jörundur Brynjólfsson:

Ég hefi hér, ásamt samþm. mínum, borið fram þáltill. viðvíkjandi rannsóknum á möguleikum til rafvirkjunar í helztu þorpum austanfjalls. En þar sem komin er fram till. frá atvmrh., sem gengur alveg í sömu átt, þá get ég fallizt á, að sú ályktun verði látin nægja, í trausti þess, að hæstv. ráðh. láti undirbúa málið á þann hátt, sem við höfum óskað eftir, og eins og skýrt er tekið fram í grg., og þá sérstaklega í niðurlagi hennar. Gert er ráð fyrir, að leitað sé til sveitarstjórna til að gera tillögur og undirbúa þetta mál í samráði við atvmrh.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál, en vil leggja til, að það álit, sem hæstv. atvmrh. lagði fram, verði látið nægja.