19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í D-deild Alþingistíðinda. (2411)

138. mál, brunaslys í Keflavík

*Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Þessi till. er ekki stórfelld, og ég vona, að hún kosti ekki miklar umr. Eins og hv. þm. sjá, er lagt til, að stjórnin fái heimild til að greiða á yfirstandandi ári allt að 5 þús. kr. til þeirra, sem urðu fyrir brunaslysum og kostnaði vegna jólatrésbrunans mikla í Keflavík um jólin 1935. Margir þeirra, sem þar eiga hlut að máli, urðu fyrir miklum sjúkrahúskostnaði, og er sumt af honum ógreitt enn. Mun það nema um 3 þús. kr., eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið, auk annars ógreidds kostnaðar, sem valdið hefir miklum búsifjum.