20.04.1937
Sameinað þing: 13. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í D-deild Alþingistíðinda. (2422)

138. mál, brunaslys í Keflavík

*Ólafur Thors:

Ég get þakkað fyrir þær undirtektir, sem till. mín hefir fengið hjá einum flm. þáltill., hv. 9. landsk.

Það er rétt, að það er sama, sem vakir fyrir mér eins og honum. Hann sagði, að það væri ekki tilgangurinn að bæta einstökum mönnum upp það fjárhagstjón, sem þeir hefðu orðið fyrir, heldur að létta undir með Keflavíkurhreppi, til þess að hann gæti með þessu fé staðið við þær skuldbindingar, sem hann hefir orðið að taka á sig. Það er þess vegna ljóst, að það vakir það sama fyrir hv. flm. eins og mín till. fer fram á, það, að Alþingi heimili ríkisstj. að greiða á yfirstandandi ári allt að 5000 kr. til Keflavíkurhrepps, til þess að greiða þennan kostnað. Mér sýnist því, að orðin í minni till. falli utan um þá hugsun, sem hv. þm. lét í ljós í sinni stuttu ræðu áðan.