06.04.1937
Sameinað þing: 9. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í D-deild Alþingistíðinda. (2469)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það komu hér áðan tilmæli frá hv. 1. flm. málsins til hæstv. forseta um, að umr. yrði frestað, og jafnframt kom till. um að vísa málinu til hv. fjvn.; ég vil leyfa mér að taka undir þessi tilmæli hv. flm. og fara þess á leit við hæstv. forseta, að umr. verði frestað og það borið undir atkv.. hvort ekki fæst samkomulag um að vísa málinu til hv. fjvn. Mér finnst það eðlilegt, fyrst sú till., sem hér liggur fyrir og nokkur ágreiningur hefir orðið um og þarf athugunar við, fæst ekki tekin aftur til síðari umr., að þá verði þessi meðferð höfð á málinu, og það getur ekki verið neinum til tjóns, því að menn geta tekið til máls, þegar málið kemur aftur frá nefnd.