19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í D-deild Alþingistíðinda. (2474)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Frsm. minni hl. (Sigurður Einarsson):

Ég get að vissu leyti valið mér sömu orð og hv. flm. um, að það sé ástæðulaust fyrir mig að halda langa ræðu, vegna þess að aðalatriðinu hefi Ég gert grein fyrir í nál., sem sé því, að Ég sé ekki ástæðu til að mæla með því, að till. verði samþ.

Það liggja hér fyrir hv. Alþ. a. m. k. 3 frv., sem Alþfl. stendur að og hann telur heppilegri og víðtækari lausn á bankamálum landsins heldur en séð verður fyrirfram að fáist, þótt mþn. verði skipuð til að ráða bót á þessum málum. Og það, sem sérstaklega hefir ráðið minni afstöðu, er það, að ýmsar þær breyt., sem gera verður á bankafyrirkomulagi landsins, eru þess eðlis, að þær þola enga verulega bið. En ef skipuð verður mþn. í þessu máli, þá þyrfti hún langan tíma til þess að ljúka störfum, svo að það er mikil hætta á, að skipun slíkrar n. myndi tefja fyrir bráðnauðsynlegum aðgerðum og breytingum á bankarekstri landsins. Það er mjög gott fyrir þá, sem eru andstæðir slíkum breyt., að vitna til þess, að yfir standi endurskoðun á bankamálunum í heild sinni og það sé vanráðið og ekki rétt að gera breytingar á þeim rétt áður en slík n. skili störfum. En bak við þau frv., sem Alþfl. hefir flutt um skipun bankamálanna, annað um seðlabanka Íslands, á þskj. 99, og hitt um breyt. á l. um Landsbanka Íslands, liggur eins mikil rannsókn á væntanlegum úrlausnarleiðum til að skipa bankamálum landsins eins og gera má ráð fyrir, að mþn. inni af höndum. Frv. um seðlabanka Íslands er samið af skipulagsnefnd atvinnumála, og hvað sem einstakir hv. þm. vilja finna n. til foráttu, þá hefir hún lagt í það mikið starf og notið þar aðstöðar sérfróðra manna. En að því er snertir frv. Aþfl. um breyt. á l. um Landsbanka Íslands, þá lítum við svo á, að það liggi fyrir á allra síðustu tímum þess háttar reynsla af starfsemi bankans og dæmi um þess háttar ráðstafanir, að það sé hin mesta þörf á, að slíkar breyt. komist hið bráðasta á, og fljótar en slík n. getur lokið störfum sínum. Enn má minna á, að frá sjónarmiði okkar alþýðuflokksmanna er því svo háttað, að myndun stofnfjárbanka fyrir þriðja stóratvinnuveg landsins, iðnaðinn. þolir enga bið, því að iðnaðinn hungrar svo ettir fjármagni, að þar verður að gera eitthvað til úrlausnar. Eitt dagblaðið hér í bæ hefir fundið ástæðu til þess að gera þessa skoðun okkar í nál. að sérstöku bitbeini, og það sækir ónot sín svo langt í þessu máli, að gera úr þessu nál. einhverja lítilsvirðandi herferð á hendur merkilegustu samkomu bænda — eins og blaðið orðar það —, sem haldin hefir verið í þessu landi. Því er haldið fram, að till. til þál. sé fyrst og fremst samin vegna samþykktar, sem gerð var á flokksþingi Framsfl. En hitt er á vitorði allmargra manna, eða það er a. m. k. almennur grunur almennings hér í bænum og víðar, að Framsfl. viti á sig þess háttar ráðstafanir í bankamálum á hinum síðustu dögum og tímum, að þeim væri það ekki ókært mál, að til væri ruslakista eins og mþn., sem hægt væri að henda í þeirri gagnrýni og breyt. og kröfum, sem fram kynnu að koma á þinginu og annarsstaðar. Ég vil ekki fullyrða, að þetta sé eina orsökin til þess, að þáltill. er fram komin. En hitt er víst, að hún er ekki fram komin fyrr en eftir að Alþfl. hefir gert grein fyrir sinni stefnu í frv., sem allir vita um.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um málið. Mér þykir það þó undarlegt, að dagblað Framsfl. skuli hafa farið í svo dólgslegan ham að brigzla hæstv. forseti Sþ. um það, að hann misnoti forsetavald sitt með því að keyra þessa till. okkar áfram. Slík aðdróttun er mjög óviðeigandi, að ég ekki segi ósæmileg.