19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 109 í D-deild Alþingistíðinda. (2484)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Bergur Jónsson:

Ég ætla ekki að fara að endurtaka orð þessu hv. þm., sem hann sagði hér nú; ég vona, að þau komi orðrétt í þingtíðindunnm. En ég vil aðeins segja það um afskipti þessa hv. þm. almennt af bankamálum, að ég býst við því, að allir, sem hv. þm. þekkja, viti það, að þau hafa aðallega verið í því fólgin að fá aðra menn til þess að skrifa upp á blöð fyrir sig, og svíkjast svo um að borga þau á þeim tíma, sem hann átti að gera það, og það er eins og hv. þm. þykist ekki minni maður fyrir, vegna þess að hann er þekktur að slíku.