20.04.1937
Sameinað þing: 13. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í D-deild Alþingistíðinda. (2501)

162. mál, dánarbætur o. fl.

*Pétur Ottesen:

Ég verð aðeins að segja það út af þessari till., að ég harma það, að það skuli vera fyrir hendi tilefni til, að þessi till. þurfti að koma hér fram. Í byrjun þessa þings var flutt frv. af hv. þm. V.-Sk. og okkur nokkrum með honum um að ráða bætur á l. um alþýðutryggingar, sem snerti m. a. þetta efni, og auk þess var annað atriði í því, sem ég hygg, að allir hv. þm. séu sammála um, að líka þurfi að breyta, en það er um það, að hrepparnir fái vextina af styrktarsjóðunum. Þar sem þingið er nú búið að standa meira en 2 mánuði, þá virðist manni það meira en miður farið, og er vil segja, að það sé ekki vansalaust fyrir Alþingi að hafa setið á þessum sjálfsögðu breyt. En ég verð að segja, að mér finnst það hæpið að fara að samþ. slíka till. sem þessa, sem beinlínis felur í sér breyt. á l. Það er náttúrlega alveg rétt, sem hv. þm. v.-Sk. sagði, að það er vilji þingsins, að þessi breyt. verði gerð, en samt finnst mér vafasamt að samþ. þessa till. Ég verð að segja, að mér finnst vera kominn það mikill losarabragur á löggjöf okkar, að mér finnst ekki á það bætandi með því að ætla að ganga inn á þá braut að samþ. breyt. á l. með einfaldri þáltill.