20.04.1937
Sameinað þing: 13. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í D-deild Alþingistíðinda. (2503)

162. mál, dánarbætur o. fl.

*Stefan Jóh. Stefánsson:

Út af þeim umr., sem fram hafa farið, vil ég leyfa mér að bera fram skrifl. brtt., sem ég með leyfi hæstv. forseta skal lesa:

Tillögugreinin orðist þannig:

„Alþingi felur ríkisstjórninni að hlutast til um, að stjórn tryggingarstofnunar ríkisins greiði foreldrum þeirra einhleypra manna, er farizt hafa af slysförum síðan lögin um alþýðutryggingar gengu í gildi, svo háar dánarbætur sem 11. gr. alþýðutryggingarlaganna frekast leyfir“.

Það er nokkur matsatriði í 3. lið 11. gr., og ef þessi till. verður samþ., geri ég ráð fyrir, að stjórn tryggingarstofnunarinnar geri sitt bezta í því að greiða þessar dánarbætur, í samræmi við vilja Alþ. til svo vinsamlegrar túlkunar á 11. gr., sem auðið er hvað þetta atriði snertir.