20.04.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í D-deild Alþingistíðinda. (2522)

162. mál, dánarbætur o. fl.

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég skal ekki vera langorður í þetta sinn. Mér þykir það varhugaverð stefna, sem felst í till. hv. þm. N.Þ., að Alþingi taki það að sér að gerast lögskýrandi. Það liggur í augum uppi, að afleiðingin getur orðið hættuleg fyrir framkvæmd laganna. Ég skal játa það, að um þessa grein, sem hér er um að ræða, má deila mikið, en sú framkvæmd, sem gert er ráð fyrir í frv., er í fullu samræmi við skoðun þess meiri hl., sem stóð að samningu laganna, og það er því dómstólanna að skera úr þeim skilningsmun, sem hér er um að ræða. En að þingið fari að gera ályktun um þetta, tel ég mjög varhugaverða ráðstöfun.