20.04.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í D-deild Alþingistíðinda. (2524)

162. mál, dánarbætur o. fl.

*Þorbergur Þorleifsson:

Ég get ekki verið hæstv. atvmrh. sammála um það, að það sé gengið inn á hættulega braut, ef till. hv. þm. N.-Þ. verður samþ., og það sé verra, ef þingið fari að gerast lögskýrandi í þessu tilfelli. Ég álít það alveg réttan skilning, sem hv. þm. N.-Þ. hefir lýst í sinni brtt., og sé ekki neina ástæðu til, að lögin beri að skilja á annan hátt. Merkir lögfræðingar hafa talið rétt, að þessi skilningur hv. þm. N.-Þ. væri lagður í þau. Og það er ætlazt til, að lögin verði þannig samþ. og þá þessi skilningur lagður í þau.

Ég er því fyllilega samþykkur brtt. hv. þm. N-Þ. og vænti þess, að hún verði samþykkt.