20.04.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í D-deild Alþingistíðinda. (2525)

162. mál, dánarbætur o. fl.

Forseti (JBald):

Það hefir verið dregið í efa, að hin skrifl. brtt. hv. þm. N.-Þ. geti komið til greina, þar sem hún brjóti í bága við ákvæði í lögunum og ekki sé viðeigandi að Alþingi fari að gerast lögskýrandi, og það sé frekar dómstólanna eða stjórnarvaldanna að gera það. Hinsvegar sé tvístigið um þessi lög, þar sem 79. gr. segir, að draga skuli frá ellistyrknum þá upphæð, sem úthlutað hefir verið af vöxtum ellistyrktarsjóðanna á hverju ári, en í 77. og 82. gr. eru ákvæði, sem skeri alveg úr um þetta. Ég tel alls ekki fært að víkja þessari brtt. frá, en tel hinsvegar óviðeigandi, að Alþingi fari að framkvæma lögskýringu. Þessi till. hv. þm. N.Þ. kemur því hér til atkv.