15.04.1937
Neðri deild: 39. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í B-deild Alþingistíðinda. (275)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Ólafur Thors:

Það er langt frá því, að svar hv. þm. N.-Þ. fullnægi þeirri ósk, sem ég bar fram til hans, en út af því, sem hæstv. atvmrh. sagði, vil ég beina til hans þeirri fyrirspurn, hvort hann muni um næstu áramót, ef hann verður þá atvmrh., leita álits allra þingfl. um nýja lagasetningu, þegar þessi bráðabirgðalög renna út, og ef samkomulag næst þá milli Framsfl. t. d. og Sjálfstfl. um þá skipun á stjórn síldarmálanna, sem felst í frv. framsóknarmanna nú á þinginu, — hvort hann muni lögfesta þá skipun með bráðabirgðalögum.