15.04.1937
Neðri deild: 39. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í B-deild Alþingistíðinda. (284)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. minni hl. (Finnur Jónsson):

Í sambandi við þær ásakanir hv. 8. landsk., að það hafi verið beitt atvinnukúgun við síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, vil ég upplýsa það, að í tíð núv. verksmiðjustjórnar hafa verið ráðnir einir tveir fastir verkamenn af stjórn verksmiðjanna; alla aðra var búið að ráða, þegar núv. stjórn ríkisverksmiðjanna tók við.