16.04.1937
Efri deild: 42. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 109 í B-deild Alþingistíðinda. (304)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Magnús Guðmundsson:

Hæstv. ráðh. var mjög hissa á því, að ég skyldi hafa greitt því frv. atkv., sem ég taldi gallað. (Atvmrh.: Ónei, ég var svo sem ekkert hissa á því). En það er engin ástæða til að vera hissa yfir því. Þegar brýna nauðsyn ber til að ráða bót á einhverju máli, þá grípur maður tækifæri til þess að fá nokkra bót á því heldur en enga.

Þá hélt hæstv. ráðh. því enn fram, að sjálfstæðismenn hefðu ætlað að stöðva síldarútgerðina í fyrravor. Það þarf ekki mörg orð til þess að mótmæla slíkum röksemdum. Það lætur að líkum, hvort sá flokkur, sem hefir á hendi og kostar meiri hluta allra veiðanna, hafi látið sér detta slíkt í hug. Sú saga hæstv. ráðh, er svo ótrúleg, að hann getur vafalaust engan fengið til að trúa henni.